GERIR ÚTVISTUN ARÐVÆNLEGRI

Fleiri og fleiri fyrirtæki einbeita sér að meginstarfsemi sinni og útvista afganginum.  Gríðarlegur vöxtur á markaði rafræna samskipta milli fyrirtækja hefur leitt til samfelldra samninga sem eru undirritaðir af fyrirtækjum á hvaða stigum sem er, frá hinum almenna starfsmanni og til yfirstjórnenda. Árangurinn er mjög oft sá að þessi fyrirtæki hafa ekki þá yfirsýn sem eigendur þeirra vænta.  Dæmigerðar aðstæður eru sjálfvirk endurnýjun á samningum sem hafa verið í gangi árum saman og voru undirritaðir af starfsmönnum sem vinna ekki lengur hjá fyrirtækinu.  Enginn vissi neitt um samningana, vegna þess að þeir skipta ekki máli lengur.

Hin hliðin á útvistuninni

Síðustu 20 árin hafa fyrirtæki einbeitt sér meira og meira að meginhæfni sinni.  Hvert fyrirtæki gerir það sem það gerir best og kaupir allt annað frá undirverktökum.  Í dag er það þannig háttað að allir leigja tölvu og framleiðslubúnað og varla er til það fyrirtæki sem á húsnæðið sem það notar, og fyrirtækin leigja jafnvel plöntur fyrir skrifstofuna (og er umönnun og vökvunarþjónusta innifalið í leigunni).  Hins vegar er gríðarleg aukning á samningum milli fyrirtækja.  Að auki er það ekki lengur á höndum fáa í fyrirtækinu að skrifa undir samninga fyrir hönd fyrirtækisins.   Árangurinn er ónauðsynlegt og kostnaðarsamt skipulagsleysi.  Það er synd þegar ávinningar útvistunar hverfur vegna vöntunar á stjórnun yfir samningum.

«Ég vil taka skýrt fram að við erum á engan hátt á móti undirverktökum.  En við erum miklir aðdáendur stjórnunar.  Viðskiptavinir okkar taka ekki aðeins eftir miklum sparnaði, heldur komast þeir einnig að því að þeir nýta betur marga ágæta samninga og eignasöfn sem þeir eiga.  Þetta er eins og að vera yfirmaður á herskipi.  Fyrir hámarks árásarkraft verður þú að vita hvaða vopn þú hefur á skipinu þínu.»

 

Lasse Sten, stofnandi og framkvæmdastjóri House of Control