NÝJAR REGLUR – LEIGUSAMNINGAR SEM FÁ SÖMU STÖÐU OG FJÁRFESTINGAR

Frá og með árinu 2016 munu nýjar reglur alþjóðlega reikningsskilastaðalsins gera það að verkum að leigusamningar fá sömu stöðu og fjárfestingar.  

Þetta þýðir að skuldbindingar á greiðslum í framtíðinni verður að skrá sem fjárskuldbindingar á efnahagsreikningi og notavirði þeirra verður að skrá sem eignir.  Leigusamningar veita fyrirtæki sama afnotarétt til eignasafns og fjárfesting, en án þess að þurfa að finna það fjármagn sem þörf er á vegna fjárfestingar.

«Að geta leigt í stað þess að fjárfesta, hefur verið leiðin að markaðinum fyrir bæði lítil og stór fyrirtæki.  Til dæmis hefur Norwegian haft mikið notagildi af leigu loftfara.  Þekking á reglum alþjóðlega reikningsskilastaðlinum er ein af lykilþekkingu House of Control. En kerfin okkar gera meira en helminginn af þeirri vinnu fyrirtækja sem nauðsynlegt er að greina frá því sem virðist vera viðeigandi samkvæmt alþjóðlega reikningsskilastaðlinum.»  

Lasse Sten, stofnandi og framkvæmdastjóri House of Control

Leigusamningar hafa í för með sér sömu framtíðar fjárskuldbindingar og kostnað eins og bankalán, þó að fyrirtækið eigi ekki eignasafnið sem um ræðir, og hefur ekki haft þörf á því að taka lán til að fá það.  Sumir gætu sagt að það væri tími til kominn að reglur alþjóðalega reikningsskilastaðalsins krefji að efnahagsreikningur fyrirtækja endurspegli þá staðreynd að leigusamningur hefur í för með sér kröfur og fjárskuldbindingar mörg ár fram í tímann – eitthvað sem er í raun svipað og með eignasafn.  Þetta er reglugerðarbreyting sem mun hafa áhrif á fyrirtæki sem skráð eru á verðbréfamarkað og önnur stærri fyrirtæki sem hafa valið að gera grein fyrir niðurstöðum efnahagsreikningsins í samræmi við reglur alþjóðlega reikningsskilastaðalsins.