ÓVISSUTÍMAR FYRIR VIÐSKPTI – FYRIRTÆKI ÞURFA AÐ STYRKJA SIG SJÁLF

Óvissutímar í Noregi og erlendis þýðir að mörg fyrirtæki á samkeppnismarkaði þurfa að skera niður verulega fljótt.


En kostnaðarlækkanir verða mun minni en þær þyrftu að vera ef fyrirtæki hefur ekki miðlæga stýringu yfir fjárskuldbindingar sínar.

Allt er þegar þrennt er.

  • Alltof fá fyrirtæki hafa miðlægt yfirlit yfir samninga sína sem mynda grundvöll fyrir heildarkostnaði þeirra.
  • Samningstímabil, útlistanir, verð, tengiliðir, kröfur og fjárskuldbindingar eru dreifð um hillur, skúffur og tölvur starfsmanna.
  • Þegar bylgja hópuppsagna kemur, hverfa síðustu leifar af stjórnun – og kostnaðarlækkanir vera miklu minni en þær gætu orðið.

«Ég er ekki félagshagfræðingur.  Ég veit ekki hvað er að gerast hjá ESB eða annars staðar.  En ég sé að alltof fá fyrirtæki eru að laga sig að fjárhagslegu áhættunni sem fjölmiðlar minna okkur á, á hverjum degi.  Og það er aðeins vegna þess að þau hafa vanrækt að grípa til einfaldra og ódýrra aðgerða.»

Lasse Sten, stofnandi og framkvæmdastjóri House of Control

Sten vísar til samninga sem einstaklingar hafa ritað undir fyrir hönd fyrirtækis sem var ætlað að bæta rekstraraðstæður, en sem annað hvort verða ekki framarlega í forgangsröðinni þegar tímar eru erfiðir eða, það sem verra er, tilgangslausir með öllu fyrir fyrirtækið um leið og starfsmaðurinn yfirgefur fyrirtækið.

«Þessir samningar geta verið frá reglulegri vöruafhendingu til áskrifta sem staðið hafa yfir í mörg ár.  Þar sem þessir fyrirtækjasamningar og aðrar fjárskuldbindingar eiga sameiginlegt er að þær eru tengdar miklum fjölda starfsmanna og liggja falin í skúffum eða á netþjónum.  Þegar þetta starfsfólk verður að yfirgefa fyrirtækið, er enginn búnaður til að ógilda þessa samninga.»

Breytilegur kostnaður verður varanlegur

Sem og fjárskuldbindingar sem tengjast daglegum rekstri. Það er kostnaður sem tengist hverjum starfsmanni:  Trygging, árskort í líkamsrækt, áskrift á fréttablöðum, snjallsímar, o.s.frv. Fyrirtæki sem ekki hafa stjórn á þessum atriðum munu uppgötva að kostnaður sem á að vera breytilegur, endar með því að vera varanlegur.  Þú sérð hann í ársreikningum, en þú ert ekki við stjórnvölinn í samningunum á bakvið þá.  Lasse Sten hvetur öll fyrirtæki – jafnvel þau sem eru ekki viðkvæm fyrir alþjóðlegum sveiflum – að skoða betur hve mikla stjórn þau raunverulega hafa á framtíðar fjárskuldbindingum sínum.