VIKING VENTURE FJÁRFESTIR Í HOUSE OF CONTROL

Viking Venture, einn stærsti áhættufjársjóður á Norðurlöndunum, keypti 55 prósent hlut í House of Control Group AS í júní 2015. 

Viking Venture ákvað að fjárfesta í House of Control í því skyni að styrkja útrás fyrirtækisins á norræna markaðinum og auka verðmætasköpun fyrirtækisins með því að koma með sérþekkingu þeirra inn í fyrirtækið. Viking Venture hefur margra ára reynslu í þróun hugbúnaðarfyrirtækja sem stefna á framleiðandamarkaðinn og byggja viðskipti sín á áskriftarleiðum.

«Á stuttum tíma hefur House of Control byggt upp mikilvægan notendahóp í Noregi og er mjög vel staðsett fyrir framtíðarvöxt í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi.   Okkur hlakkar til að hjálpa að þróa fyrirtækið í meiriháttar norrænt hugbúnaðarfyrirtæki með því að nota nútíma skýlausnir.»

Erik Hagen, forstjóri Viking Venture

 

«Það er ekki oft sem fjárfestir hittir á fyrirtæki í jafn örum vexti en samt eins arðsamt eins og  House of Control. Þeir hafa fundið arðvænlegan vettvang og hafa þróað öflugt tæknikerfi.  Hæfileiki þeirra í nýsköpun hefur verið breytt í vöxt og arðsemi, með einhverju sem við trúum að sé einstakt söluumhverfi.»

Jostein Vik, meðeigandi Viking Venture

Stofnandi House of Control, Lasse Sten, er mjög ánægður með að Viking Venture sé orðið meðeigandi.

«Traustið sem Viking Venture sýnir okkur staðfestir fyrir mér að við sem fyrirtæki höfum gert flesta hluti rétt og að við höfum enn ýmsa möguleika.  Af öllum þeim áhugaverðu fjárfestum var það enginn sem gat boðið upp á það sama og Viking Venture, með tilliti til stjórnunarreynslu, tækniyfirfærslu og fjármagns fyrir alþjóðlega útrás í framtíðinni.  Viking Venture gekk til liðs við okkur á mjög spennandi tímum.  Kerfin okkar eru eitthvað sem fyrirtæki vilja, hvort sem er í samdrætti eða uppgangi.  Þegar arðsemi er undir þrýstingi, hafa fyrirtæki tilhneigingu til að fá meiri áhuga á því að ná stjórn á kostnaði sínum.»

Lasse Sten, stofnandi og framkvæmdastjóri House of Control