UM OKKUR

Viðskiptahugmynd okkar gengur út á að verja fjárskuldbindingar þínar og eignir sem stuðlar að betri stjórn og arðbærari viðskiptum.

 

House of Control vex hratt og hefur verið valið fyrirtæki ársins með 20% vaxtahraða á hverju ári frá árinu 2012.

Fyrirtækið var stofnað árið 2006 og það byrjaði allt saman með innbroti í fyrirtæki sem rekið var af stofnanda House of Control, Lasse Sten.  Vátryggingarkrafan varð að martröð vegna þess að enginn hafði yfirlit yfir eignir fyrirtækisins og þar með var enginn listi yfir það sem tekið var.  Út frá þessari dapurlegu reynslu bjó stofnandi okkar til búnað sem kerfisbindur allt sem fyrirtækið á og leigir – þar á meðal verð, lýsingar, kaupdag, hver undirritaði samninginn, hver notar hvaða búnað – og margt fleira.

«Ég vissi að það yrði ekki bara ég sem myndi hafa ávinning af kerfi sem þessu og því stofnaði ég House of Control árið 2006.Lasse OM oss bright

Flest fyrirtæki einbeita sér að tekjum og veita kostnaði litla athygli.  Leigusamningar á vörum sem ekki eru lengur í notkun, viðhaldssamningar fyrir prentara sem hefur verið skipt út og símasamningar fyrir starfsfólk sem hefur hætt störfum, eru allt hlutir sem við sjáum oftar en þú getur ímyndað þér.»

Sten hitti á taug á markaðnum með vörunni sinni og síðan þá hefur House of Control einbeitt sér að þróun þessarar vöru og einföldun á vinnsluferlum hennar.  Í upphafi voru mikilvægustu vörur okkar öryggismerkingar og hugbúnaður fyrir stjórnun upplýsinga- og fjarskiptabúnaðar.  House of Control sá það fljótt að verkvangurinn gæti einnig veitt fyrirtækjum yfirlit yfir eignir þess, samninga og fjárskuldbindingar, veitt þeim stjórn yfir þessum atriðum og einfaldað stjórnun.  Þetta er verkvangurinn sem við köllum núna fullkomna stjórnun.

Í gegnum aðalskrifstofu okkar í Noregi og dótturfélög í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, þjónustum við meira en 1.000 viðskiptavinum í 60 löndum.  Við erum ráðandi á markaði í forvirkri stjórnun á samningum og fjárskuldbindingum fyrir minni og stærri fyrirtæki í einkageiranum sem og hjá hinu opinbera.  Við stýrum heildareignum fyrirtækja sem eru að verðmæti 15 milljarða evra.

Snemma árs 2015 gerðist norska fjárfestingarfyrirtækið Viking Venture meðeigandi með það að markmiði að stækka fyrirtækið á alþjóðamarkaði og flýta fyrir nýsköpun þess árið 2016 og áfram. House of Control AS er sjálfstætt og hlutlaust fyrirtæki.

Við erum mjög stoltir yfir því að vera fyrirtæki ársins með 20% vaxtarhraða fjórða árið í röð!

 

Gasellevignett 2013Gasellevignett_Ny-2014

Hér er starfsfólk okkar að finna.
Eigendur fyrirtækisins

Eigendur fyrirtækisins

 • 52,31 % Viking Venture 7 AS
 • 16,01 % Dunvik AS (Lasse Sten)
 • 15,14 % Bjørk Invest AS (Thorstein Berg)
 • 3,25 %  Fiwe AS (Hans Georg Iwarsson)
 • 1,83 %  Morten Jærv Wang
 • 1,64 %  Fat City AS (Lars Hagen)
 • 1,21 %  Stian Fladby
 • 1,11 %  Akkar Invest AS (Thorbjørn Sneve)
 • 1,08 %  Tonje Ettesvoll
 • 0,74 %  Øyvind Robert Thorsen
 • 0,67 %  NikFan AS (Carl Fabian Flaaten)
 • 0,65 %  Marianne Harr
 • 0,64 %  Hans-Erik Wærsted
 • 0,61 %  Rune Aslaksen Dødsbo
 • 0,43 %  Pål Skjold
 • 0,33 %  Lars Hoffmann
 • 0,26 %  Rino Rabe
 • 0,23 %  Peter Noe Byskov
 • 0,21 %  Gaard Invest AS (Martin Nygaard)
 • 0,18 %  Sturla Fjose
 • 0,16 %  Gustav Westman
 • 0,15 %  Kathrine Resch-Knudsen
 • 0,11 %  Carl Erik Nyqvist
 • 0,11 %  Christoffer Bergstrøm
 • 0,10 %  Christen Andreas Øyan
 • 0,10 %  Ludvig Nilsson
 • 0,09 %  Jorg Nannestad
 • 0,09 %  Jompe Dehs-Thomas
 • 0,09 %  Thea Gjesdahl Klepp
 • 0,07 %  Martins Eiendommer AS (Martin Bekke)
 • 0,07 %  Cathrine Gynnild
 • 0,05 %  Andreas Hedlund
 • 0,05 %  Ann Kristin Bryhn Larsen
 • 0,04 %  Jeremy Freeman
 • 0,03 %  Henrik Rønnevig
 • 0,03 %  Dion Rudolph
 • 0,02 %  Petter Wolden
 • 0,02 %  Daniel Stoltenberg- Nordell
 • 0,02 %  Norunn Korsgården
 • 0,02 %  Linda Gjelsvik
 • 0,02 %  Ståle Elgåen
 • 0,01 %  June Hagesveen
 • 0,01 %  Martin Ljøstad
 • 0,01 %  Carsten Holløse
 • 0,01 %  Charlotta Forsstrøm
 • 0,01 % Robert Eliassen